Skilmálar

Rún.is netverslun er með fjölbreytt úrval af fatnaði fyrir dömur, herra og börn, líni og vefnaðarvöru fyrir heimilið. Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur og við sendum allar innlendar pantanir frítt á næsta pósthús ef pantað er fyrir meira en 10.000 þús (nema annað sé tekið fram), annars kostar póstsending 950 kr. / 1.450 kr. Pantanir eru sendar næsta/þarnæsta virka dag með Íslandspósti eða Dropp. Við sendum vörurnar með bréfapósti Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is. Run.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð. Íslandspóstur keyrir út á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri milli klukkan 17:00-22:00 á virkum dögum, og milli klukkan á milli 12-17 á laugardögum (einungis höfuðborgarsvæðið) en þú munt fá SMS þegar sendingin er lögð af stað til þín. Annars staðar á landinu þar sem heimkeyrsla er í boði er mismunandi hvaða tímasetningar eiga við. Takist ekki að afhenda sendinguna í heimkeyrslu er hægt að nálgast hana á næsta pósthúsi eða póstboxi. Einnig er hægt að sækja pantanir til okkar að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Afgreiðsla pantana miðast við 1-3 virka daga frá pöntun.

Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og run.is netverslun. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir.

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

Boðið er upp á að greiða með millifærslu, greiðslukorti, debetkorti, og Netgíró í Rún.is netverslun.

Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaupin og er varan endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt. Varan skal vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum, allar merkingar og miðar á vörunni, henni sé skilað í góðu lagi, og að greiðslukvittun fylgi með. Skil á nærfötum og sokkabuxum er undandskilin þessari reglu en samkvæmt tilmælum heilbrigðiseftirlitsins má ekki skila né skipta nærbuxum né sokkabuxum þar sem insigli er rofið. Skilafresturinn hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Bæði er hægt að endursenda vöru til Run.is netverslun eða skila að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Ef upp kemur galli eða eitthvað af ofangreindum atriðum skal hafa samband strax við móttöku vöru í síma 561 9200. Þú getur einnnig sent okkur póst á vefverslun@run.is og tilgreina galla. Vörunni skal skilað innan þriggja sólarhringa frá móttöku eða vera póstlögð innan þess tímaramma. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið vefverslun@run.is eða í síma 561 9200 ef einhverjar spurningar vakna.