Heim / Skilmálar

Skilmálar

Afhending og sendingarkostnaður
Við sendum frítt úr netverslun hvert á land sem er. Pantanir eru afrgreiddar úr netverslun næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið gerð. Í flestum tilfellum ætti varan að vera komin á pósthúsið þitt 1-3 dögum eftir að greiðsla hefur farið fram.

Einnig má nálgast vöruna á skrifstofu Rökkvu að Höfðabakka 9, næsta virka dag eftir að pöntun berst eða frá kl. 9:00 -11.30 fyrir hádegi frá mánudegi til föstudags.

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkortum í gegnum greiðslugátt Borgunar ehf. eða með Netgíró. Vilji fólk millifæra þá má leggja inn á reikning 326-26-6101, kt: 610284-1089. Vinsamlegast sendið kvittun úr heimabanka á netfangið rokkva@rokkva.is.

Við sendum vörurnar með bréfapósti Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér. Rökkva tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Vörur
Vinsamlegast athugið að litir á vörum geta haft önnur blæbrigði en sjást á tölvuskjánum. Vegna mismunandi gerða skjáa og mismunandi litastillinga hjá fólki er ekki hægt að ábyrgjast að liturinn sé með nákvæmlega sama lit og kemur fram á þínum tölvuskjá.

Skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Sé vöru skilað póstleiðis greiðir kaupandi flutningsgjöld, nema ef um galla sé að ræða. Sé vara gölluð skal strax hafa samband við skrifstofu í síma 693-7030. Einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti á rokkva@rokkva.is. Gallaðri vöru ber að skila innan þriggja sólarhringa frá móttöku eða vera póstlögð innan þess tíma.

Skipti fara fram að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Endilega hringið í okkur áður en mætt er á staðinn þannig að hægt verði að aðstoða þig, sem best við að finna nýja vöru. Þú getur einnig fengið nýju vöruna senda í pósti eftir að skilavaran hefur borist okkur.

Vsk: 12265